DOMUSNOVA og Vilborg kynna nýtt í einkasölu:
Falleg 3ja-4ra herbergja íbúð á 3ju hæð, í risi að Ránargötu 9, Reykjavík.
Rúm- og skjólgóðar svalir til suðurs. Fallegt útsýni yfir bæinn frá svölum. Lítill sameiginlegur garður til suðurs.
Stærð íbúðar skv. fasteignaskrá er 66,1 fm. Þar sem eignin er undir súð er gólfflötur talsvert stærri. Hjónaherbergi í risi er ekki inni í heildarfermetratölu.
Húsið er tvær hæðir, ris og kjallari. Í því eru 4 íbúðir.
Eignin samanstendur af tveimur stofum, eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi og hjónaherbergi í rislofti.
Mögulegt er að loka milli stofa eða færa eldhús inn í aðra stofuna og fá þannig aukaherbergi.Gengið er inn um sameiginlegan inngang upp á aðra hæð. Þar er gengið inn í flísalagða forstofu og þaðan upp á rishæðina og inn í parketlagt hol.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi á svalir til suðurs. Viðarpanell í lofti og í kvisti. Falleg hurð út á svalir sem hleypir góðri birtu inn í rýmið.
Borðstofa með útsýni til norðurs. Parket á gólfi. Panell í lofti og á kvisti. Búið er að opna milli stofu og borðstofu.
Eldhús með flísum á gólfi. Tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergi, bjart og rúmgott með dúk á gólfi og glugga til suðurs.
Risherbergi: Ekki inni í fermetratölu. Nú nýtt sem hjónaherbergi. Þrír góðir velux þakgluggar og hvíttaður panell.
Baðherbergi með flísum á gólfi og í kringum baðkar. Baðkar með sturtu. Tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er sameiginleg með íbúð á 2. hæð.
Þvottahús er sameiginlegt fyrir allar fjórar íbúðir hússins og er hver með sinn tengil.
Inngangur í sameign er baka til þar sem gengið er í gegnum sameiginlegt port.
Lóð er sameiginleg og er hún eignarlóð.
Um endurbætur:- 2020 Endurnýjun á þaki: skipt um járn, pappa og þær fjalir nauðsynlegt var að skipta um.
- 2007 Gluggar í risi endurnýjaðir.
- 2019 Svalir pússaðar upp
- Þá hefur skólp einnig verið endurnýjað að hluta að sögn seljenda.
Eignin er í gamla Vesturbænum þar sem stutt er í alla þjónustu.Nánari upplýsingar veita:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.