Dregur úr hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið

Spáum áframhaldandi hækkun á árinu þar til framboð eykst

18 maí 2022
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Íbúðaverð er nú orðið mjög hátt í sögulegu samhengi og hefur vikið verulega frá þeim þáttum sem til lengri tíma eru taldir ráða þróun þess. Þetta er vissulega töluvert áhyggjuefni og hefur Seðlabankinn gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum og tryggja að fólk skuldsetji sig ekki um of. Bæði hefur hann hækkað stýrivexti og einnig hert á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls nýrra íbúðalána og hámarks greiðslubyrði slíkra lána í hlutfalli við ráðstöfunartekjur.
Hingað til hafa þessar aðgerðir ekki haft tilætluð áhrif á íbúðamarkaðinn og teljum við að aukið framboð íbúða þurfi til þess að þessar aðgerðir hafi veruleg áhrif á verðþróunina.
Samkvæmt nýlegri talningu Samtaka iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru nú ríflega 7.000 nýjar íbúðir í byggingu á landinu öllu, þar af um 5.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Vonir standa til að töluverður fjöldi nýrra íbúða komi inn á markaðinn þegar líða tekur á árið og vonandi er það nóg til að anna bæði uppsafnaðri þörf sem þegar er til staðar en einnig lýðfræðilegri þróun.
Íbúðaverð hefur þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði ársins. Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.
Við spáum því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á næsta ári. Fordæmi eru fyrir því að allhratt hægist á hækkunartaktinum eftir miklar verðhækkanir og gerðist það síðast árið 2018 eftir miklar verðhækkanir árin tvö á undan. Við spáum því að íbúðaverð standi í stað að raunvirði árið 2024 en þá hefur jafnvægi myndast á markaðinum.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Langalína 10
 01. júlí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Langalína 10
Langalína 10
210 Garðabær
128.2 m2
Fjölbýlishús
312
675 þ.kr./m2
86.500.000 kr.
Skoða eignina Austurströnd 8
Skoða eignina Austurströnd 8
Austurströnd 8
170 Seltjarnarnes
68.2 m2
Fjölbýlishús
22
908 þ.kr./m2
61.900.000 kr.
Skoða eignina Einarsnes 72
Skoða eignina Einarsnes 72
Einarsnes 72
102 Reykjavík
114 m2
Einbýlishús
513
965 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Súlunes 27
Bílskúr
Skoða eignina Súlunes 27
Súlunes 27
210 Garðabær
296.5 m2
Einbýlishús
635
Fasteignamat 147.450.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache